runarjul.is | Rúnar Júlíusson | Fréttir      Rúnar Júlíusson

runarjul.is  »  Fréttir7. september 2009
Vegleg umgörð um minningu Rúnars í nýju safni


Júlíus og Baldur, synir Rúnars við opnunina

Rokkheimur Rúnars Júlíussonar var opnaður á Ljósanótt við Skólaveg þar sem Rúnar bjó sitt heimili og vinnustað. Viðbyggingu við heimili Rúnars hefur verið breytt í safn þar sem hans er minnst í myndum, munum og tónlist en af mörgu er að taka frá löngum, farsælum og fjölbreyttum ferli eins helsta listamanns bæjarins.

Upptökuheimilið Geimsteinn, eins og Rúnar Júlíusson kallaði það, hefur undanfarin ár verið opið almenningi á Ljósanótt. Gestir og gangandi gátu þá heilsað upp á Rúnar og skoðað hljóðverið hjá elstu hljómplötuútgáfunni á Íslandi. Rúnar hafði um nokkurt skeið velt þeirri hugmynd fyrir sér að opna safn eða gestamóttöku í Geimsteini á svipuðum nótum.

Aðstandendur Rúnars héldu áfram að vinna að þessari hugmynd og komu safninu á fót sem opnað var í gær að viðstöddu margmenni. « Til baka