runarjul.is | Rúnar Júlíusson | Hljómsveitir      Rúnar Júlíusson

runarjul.is  »  HljómsveitirHljómar
Sagan á bak við ævintýrið Það var á vordögum maímánaðar á því herrans ári 1963 að helsti dægurlagafrömuður Suðurnesja, hljómsveitarstjórinn Guðmundur Ingólfsson tilkynnti mannskapnum að hann hygðist leggja hljómsveitina sína niður. Ungu strákarnir í bandinu þeir Gunni Þórðar gítarleikari á Sunnubrautinni og Eddi Kristins trommari voru nú ekki alveg á þeim buxunum að hætta að spila strax. Þeir urðu sammála um að það væri góð hugmynd að hvíla sig á rokkinu og stofna Bossa- Nova band! En það...

Meira »Thor's Hammer
Thor's Hammer er ekki nafn á erlendri bítla hljómsveit heldur skilgetnu afkvæmi Hljóma frá Keflavík, fyrstu íslensku bít sveitarinnar. Hljómar voru brautryðjendur að flestu leyti. Þeir voru fyrstir íslenskra bítla til að gefa út hljómplötu og reyna fyrir sér af fullri alvöru á erlendum vettvangi. Í upphafi sjöunda áratugarins var það ekki til siðs að hljómsveitarmeðlimirnir væru sjálfir höfundar þeirra laga sem þeir tóku upp til útgáfu á plötum. En það urðu kaflaskil á þessum vettvangi með fyrs...

Meira »Trúbrot
Það kom mörgum á óvart þegar forsprakkar Hljóma og Flowers tilkynntu í maí 1969 að dagar vinsælustu hljómsveita landsins væru taldir og brátt tæki ný ofursveit við. Þeir sem skipuðu kvintettinn voru Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Shady Owens úr Hljómum og blómapiltarnir Karl Sighvatsson og Gunnar Jökull Hákonarson úr Flowers. Annar eins titringur hafði ekki farið um íslenska poppbransann. Aðdáendur hljómsveitanna, sem voru nánast svarnir andstæðingar, voru sárreiðir og hneykslaðir. Sveiti...

Meira »Lónlí Blú Bojs
Hljómsveitin Ðe lónlí blú bojs varð til eftir að Hljómar lögðu upp laupana 1975, í bili að minnsta kosti. Þorsteinn Eggertsson var einn hugmyndasmiðanna á bak við tjöldin, auk þess að semja stóran hluta þeirra texta sem áttu eftir að prýða plötur sveitarinnar. Í fyrstu var reynt að halda því leyndu hverjir meðlimir sveitarinnar voru. En aðstandendurnir voru orðnir of þekktir til að það tækist og könnuðust menn strax við þá Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson og Engilbert Jen...

Meira »Geimsteinn
Rúnar stofnaði hljómsveitina Geimstein sem nokkurs konar fulltrúa samnefndrar hljómplötuútgáfu. Hljómsveitin varð fyrst til í New York við upptökur á fyrstu plötu sveitarinnar sem kom út haustið 1976. Kjarnann mynduðu Rúnar, María og Þórir Baldursson sem þá var starfandi í New York og Munchen jöfnum höndum. Aðrir hljóðfæraleikarar voru vel þekktir bandarískir session menn og þeirra frægastir voru Anthony Jackson, bassaleikari og Keith Forsey, trommuleikari. Platan hafði að geyma cover lög úr ým...

Meira »Áhöfnin á Halastjörnunni
Áhöfnin á Halastjörnunni var ræst út árið 1980 þegar Gylfi Ægisson leitaði til Rúnars með lögin sín í farteskinu. Hljómplötuútgáfan Hljómar hafði áður gefið út 2 fyrstu sólóplötur Gylfa þar sem hann söng flest lögin. Nú vildi Gylfi fá ýmsa söngvara til að flytja lögin sín og fékk Rúnar til að safna saman góðri áhöfn. Þeir sem voru kallaðir til voru Rúnar sjálfur, Viðar Jónsson, Ari Jónsson, Engilbert Jensen, Grettir Björnsson, María Helena, Þórir Baldursson og María Baldursdóttir. Platan var te...

Meira »GCD
Rokksveitin GCD er beint afsprengi samstarfs þeirra Bubbi Morthens og Rúnars Júlíussonar. Sveitin sem varð til senmma sumars 1991 var sumarhljómsveit og starfaði hún í þrjú sumur það er 1991, 1993 og 1995 og sendi frá sér plötu hvert sumar. Síðan hefur verið hljótt um sveitina ef frá er telin safnplata með úrvali af plötunum þrem sem kom út árið 2002. En í ljósi sögunnar er aldrei að vita hvort GCD starti aftur yfirgefnum bíl í vegakanti á Mýrdalssandi. Rúnar Júlíusson er án vafa holdgerfing...

Meira »